Umhverfis- og öryggismál
ENNEMM einsetur sér að vera framsýnt í umhverfis- og öryggismálum og mun vinna af fagmennsku að stöðugum umbótum til að bæta frammistöðu sína.
- Lágmarka áhrif á umhverfið vegna starfsemi fyrirtækisins með því að velja rafrænar lausnir, flokka og endurvinna sorp og annað sem til fellur og fylgja vistvænni stefnu í öllum innkaupum.
- Stuðla að góðri heilsu starfsmanna, öruggu starfsumhverfi og góðum starfsskilyrðum með því að uppfylla staðla um eldvarnir, gæði innilofts, vinnuaðstöðu og hljóðvist.
- Öryggi í upplýsingatækni ENNEMM sé til fyrirmyndar með stöðugum endurbótum og vöktun á nýjustu tæknilausnum.
- Hvetja starfsmenn til að velja vistvænan ferðmáta til og frá vinnu með því að bjóða upp á afnot af rafmagnsbíl á vinnutíma og heimild um samgöngugreiðslur.
- Efla vitund starsmanna um umhverfis- og öryggismál með fræðslustarfi.