Þetta glæsilega hótel er nýjasta kennileiti miðbæjarins við Austurvöll sem er í senn einn helgasti og alþýðlegasti staður landsins. Þar mætast menningarheimar á krossgötum sem leiða okkur bæði að hjarta lýðræðisins, samkomustað þjóðarinnar í hversdegi og á hátíðarstundum og út í hinn stóra heim. Þetta endurspeglar merkið sjálft og öll ásýndin.